breyting á deiliskipulagi
Rafstöðvarvegur 25
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 715
8. febrúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 21. desember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Íbúðarsvæði við Rafstöðvarveg vegna lóðarinnar nr. 25 við Rafstöðvarveg. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni lóðarinnar sem felst í að gera gera viðbyggingu við íbúðarhús auk gufubaðs með skiptiaðstöðu inn á lóðinni ásamt niðurrifi á núverandi bílgeymslu og endurbyggingu hennar innar á lóðinni, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 20. desember 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 6. febrúar 2019 til og með 6. mars 2019 en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst þann 25. janúar 2019 er erindi nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að stytta grenndarkynningartíma þar sem samþykki hagsmunaaðila liggur fyrir.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

110 Reykjavík
Landnúmer: 110960 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022032