breyting á deiliskipulagi
Óðinstorg reitur 1.181.0
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 682
25. maí, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf dags. 21. febrúar 2018 að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.181.0. Tillagan gengur út á skilgreina borgartorg á skilgreindu svæði við Óðinstorg þar sem bílastæði eru í dag og fella niður lóðina 8a við Týsgötu sem verður hluti af nýja torginu. Tillagan var auglýst frá 28. mars 2018 til og með 9. maí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingu: Bjarni Hákonarson dags. 9. apríl 2018.
Einnig er lagður fram tölvupóstur Catharine Fulton dags. 28. mars 2018 og Stefáníu Ó. Arnardóttur dags. 28. mars 2018 þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. apríl 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. maí 2018 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.