Viðbygging og breyting í gististað
Bergstaðastræti 33B
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 697
7. september, 2018
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkunarflokki húss í flokk 4 og flokki gististað í flokki II G og fyrir áður gerðum breytingum og viðbyggingu og innra skipulagi rishæðar í húsinu á lóð nr. 33 B við Bergstaðastræti. Erindi var grenndarkynnt frá 25. júlí 2018 til og með 22. ágúst 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ólína Salome Torfadóttir dags. 2. ágúst 2018 og Kristín Cecilsdóttir dags. 21. ágúst 2018.
Umsögn Minjastofnun Íslands dags. 2. maí 2017 og bréf hönnuðar dags. 3. maí 2017 fylgir erindi. Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. maí 2017 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2017 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018. Bréf hönnuðar dags. 8. júní 2018 fylgir. Stækkun: 10,2 ferm., 21,1 rúmm. Gjald kr. 11.000
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Landnúmer: 102070 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007049