krafa um breytingu á deiliskipulagi
Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 464
18. október, 2013
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi endurskoðun deiliskipulags Norðurstígsreits vegna lóðanna að Vesturgötu 24, Nýlendugötu 5a, 7 og 9 (Hlíðarhús), Tryggvagötu 4-6 og Norðurstíg 5, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. apríl 2013, breytt 10. júlí 2013. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt, athugasemdir og ábendingar bárust. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 25. júní 2013. Tillagan var auglýst frá 2. ágúst til og með 13. september 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: eigendur að Norðurstíg 5 dags. 5. september 2013, Lex lögmenn, f.h. eigenda íbúðar að Tryggvagötu 4-6 dags. 11. september 2013, Nýfasteign ehf. dags. 13. september 2013, Húsfélagið Tryggvagötu 4-6 dags. 13. september 2013 og Sveinn S. Kjartansson og Stella Sæmundsdóttir dags. 13. september 2013.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.