breyting á deiliskipulagi
Frakkastígsreitur 1.172.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 817
21. apríl, 2021
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Orra Árnasonar dags. 31. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 33, 33a, 33b, 35, 37 við Laugaveg og 4 við Vatnsstíg. Í breytingunni felst að fallið er frá því að rífa steinhús á baklóð Laugavegar 37 og nýbygging sem fyrirhugað er að rísi á baklóðinni verður stytt sem því nemur og verður hluti af Laugavegi 35, sem og áðurnefnt steinhús. Nýbygging að Laugavegi 35 verður breikkuð. Heimilt verður að bæta við litlum svölum á húsin við Laugaveg. Íbúðum á skipulagsreitnum fækkar og byggingarmagn minnkar. Lóðamörk eru færð til o.fl., samkvæmt uppdr. Zeppelin ehf. dags. 21. apríl 2021. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 22. og 24. mars 2021.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Vatnsstíg 3 og 5, Frakkastíg 8E, Hverfisgötu 50, 52, 54, 56 og 58A og Laugavegi 30, 30A, 31, 32, 34 , 34A og 39.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.