breyting á deiliskipulagi
Laugavegur 12B og 16
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 526
6. febrúar, 2015
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Miðbæjarhótels/Centerhotels ehf. dags. 17. september 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.4 vegna lóðanna nr. 12B og 16 við Laugaveg. Í breytingunni felst aukning á nýtingarhlutfalli lóðanna nr. 12B og 16 við Laugaveg ásamt hækkun hússins á lóð 12B um eina hæð og endurbyggingu bakhúss, samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf. dags. 15. september 2014, br. 23. október 2014 og 29. október 2014. tillagan var auglýst frá 14. nóvember til og með 29. desember 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Le Bistro, Arnór Bohic, dags. 23. desember 2014, Mörkin, lögmannsstofa, Gísli Guðni Hall f.h. Kaffibarsins ehf. dags. 27. desember 2014 og Sophia Osvaldsdóttir form. f.h. Laugaberg hf dags. 27. desember 2014.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101412 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017511