(fsp) breyting á deiliskipulagi
Háaleitisbraut 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 vikum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 814
26. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. febrúar 2021 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 15. febrúar 2021 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Háaleitisbraut sem felst í að breyta notkun hússins úr skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Íbúðarhúsið verður staðsett fjær Háaleitisbraut en núverandi samþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir ásamt því að hver íbúðarhæð verði 2.9 m í stað 3.2 m, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta dags. 12. janúar 2021. Einnig er lagt minnisblað Mannvits um hljóðvist dags. 13. janúar 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. mars 2021.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. mars 2021, samþykkt.