breyting á deiliskipulagi
Háaleitisbraut 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 846
19. nóvember, 2021
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. ágúst 2021 var lögð fram umsókn Ragnars Auðuns Birgissonar dags. 11. ágúst 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Háaleitisbraut 1. Í breytingunni felst að í stað skrifstofuhúsnæðis í suðaustur hluta lóðarinnar kemur nýtt íbúðarhús með 29 íbúðum. Íbúðir á reitnum verða því samtals 76. Bíla- og hjólastæðakröfur breytast m.t.t. fjölda íbúða og núverandi byggingar, Valhallar, en skilgreiningar per íbúð/fm helst óbreytt. Byggingarreitur nýs íbúðarhúss er skipt upp í ytri og innri byggingarreit ásamt því að byggingarmagn eykst o.fl., samkvæmt. uppdrætti THG arkitekta ehf. dags. 26. júlí 2021. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt breyttri tillögu THG arkitekta, móttekið dags 18. nóvember 2021, m.a. hefur húsformi verið breytt og íbúðum fækkað.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.