framkvæmdaleyfi
Kjalarnes, Arnarholt
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 823
4. júní, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. maí 2021 var lögð fram umsókn Veitna dags. 3. maí 2021 um framkvæmdaleyfi vegna undirbúnings á niðurtekt á háspennuloftlínu á Kjalarnesi sem felst í að plægja niður streng á jörðinni Arnarholt á Kjalarnesi. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd dags. 11. maí 2021. Jafnframt er lögð fram greinargerð Veitna ódags. vegna óska um framkvæmdaleyfi í landi Arnarholts landnr. 125651 og yfirlitsmynd dags. 3. júní 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2021.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2021. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020.

162 Reykjavík
Landnúmer: 125651 → skrá.is
Hnitnúmer: 10035404