framkvæmdaleyfi
Kjalarnes, Þverárkot
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 711
11. janúar, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2018 var lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 27. nóvember 2018 um framkvæmdaleyfi í landi Þverárkots á Kjalarnesi sem felst í að setja niður tvö stálræsi 2,8 metra að breidd og 18 metrar að lengd hvort í farveg Þverár, vegfyllingu yfir ræsi í farvegi Þverár og minniháttar uppbyggingu á vegi vestan Þverár (100 metrar). Einnig eru lagðir fram uppdrættir Vegagerðarinnar dags. 16. nóvember 2018. Einnig er lögð fram umsögn Hafrannsóknarstofnunar dags. 29. nóvember 2018, umsögn Veiðifélags Leirvogsár dags. 3. desember 2018, umsögn Fiskistofu dags. 7. desember 2018 og fornleifakönnun Náttúrustofu Vestfjarðar dags. í desember 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögnum Minjastofnunar Íslands dags. 21. desember 2018 og 7. janúar 2019 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2019.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2019. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.3 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.