breyting á deiliskipulagi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22
Kjalarnes, Esjumelar-Varmadalur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 661
8. desember, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð er fram tillaga Landmótunar að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela á Kjalarnesi, dags. 1. nóvember 2017 ásamt skýringaruppdr. og greinargerð dags. 1. nóvember 2017. Í breytingartillögu felast m.a. breytingar á lóðarstærðum og afmörkunum, breytingar á samgöngutengingum innan svæðis ásamt auknu plássi fyrir ofanvatnslausnir og settjarnir. Einnig eru skipulagsmörkin stækkuð lítillega, greinargerð yfirfarin og eldri skilmálatöflu skipt út fyrir nýja o.fl.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.