breyting á deiliskipulagi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22
Kjalarnes, Esjumelar-Varmadalur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 829
16. júlí, 2021
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Landmótunar sf. dags. 2. júlí 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis á Esjumelum á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 22 við Koparsléttu. Í breytingunni felst að skilgreindar eru manir við norðurenda svæðisins sem ná frá norðurenda lóða við Kalksléttu 1 og 9 og Bronssléttu 6, setja mön við austurenda Kalksléttu 1, fella út vinnuslóða að settjörn, settjörn við norðausturenda Kalksléttu felld út og ný sett í staðinn norðvestan við Gullsléttu 16, sameina lóðir Koparsléttu 22 og Kalksléttu 1 í eina lóð o.fl., samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 28. júní 2021.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.