breyting á deiliskipulagi
Mógilsá og Kollafjörður
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 772
8. maí, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. apríl 2020 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 17. apríl 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar á Kjalarnesi vegna almenningssalernis sem koma á fyrir á skilgreindu útivistarsvæði við Esjurætur. Í breytingunni felst að settur er inn nýr byggingarreitur eingöngu ætlaður fyrir almenningssalerni, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 15. apríl 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 8.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.