breyting á deiliskipulagi
Mógilsá og Kollafjörður
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 683
1. júní, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Mógilsá Kollafjarðar á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg þá færast mörk lóðar Þ1 norðar á 150 m kafla. Samhliða því minnkar lóðin, heimilt byggingarmagn á reit A er aukið og skilmálum um leyfilega þjónustu breytt, samkv. uppdr. Landmótunar ehf. dags. 16. febrúar 2018. Tillaga var auglýst frá 28. mars 2018 2018 til og með 9. maí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðbergur Birkisson og Anna Grétarsdóttir dags. 10. apríl 2018. Einnig er lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 9. maí 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. maí 2018 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs