breyting á deiliskipulagi
Kjalarnes, Skrauthólar 4
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 626
17. mars, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristins Ragnarssonar, mótt. 28. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Skrauthólar á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að svæði vestan og norðan við núverandi húskosti nr. 4 við Skrauthóla verði ráðstafað fyrir ferðaþjónustu þar sem unnt er að leigja tjaldstæði, hjólhýsastæði og lítil færanleg smáhýsi með tilheyrandi þjónustubyggingu fyrir salernis og snyrtiaðstöðu, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar arkitekts ehf., dags. 23. nóvember 2016. Einnig er lögð fram rýmingaráætlun Veðurstofunnar, ódags. Tillagan var grenndarkynnt frá 9. febrúar til og með 9. mars 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Valgerður J. Eyglóardóttir og Guðmundur Jónsson, dags. 14. febrúar 2017. Einnig lagður fram tölvupóstur Geirs Gunnars Geirssonar, dags. 5. mars 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. mars 2017 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.