Stöðuleyfi - gámur
Sogavegur 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 886
29. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hildar Gunnlaugsdóttur, f.h. Spildu ehf. dags. 4. maí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi áfanga 1 í Gufunesi vegna reita A3 og A4. Í breytingu felst tilfærsla á lóðarmörkum (fjöldi og lögun lóða er að breytast), aukning á fjölda íbúða, húshæðir aukast en þó innan marka sem tilgreint er í aðalskipulagi. Heildarbyggingamagn á svæðinu helst óbreytt m.v. gildandi heimildir og mun byggðarmynstur á uppbyggingarsvæði breytast, í stað randbyggðar, standa stakstæð hús í grænu garðrými. Almennings- og dvalarrými eykst og það gert samfelldara, m.a. með því að fella niður botnlangann Hilmisbás. Töluverð atvinnustarfsemi er í gildandi skipulagi og mun nær öll sú starfsemi í núverandi heimildum breytast í íbúðir, samkvæmt uppdr. dags. 3. maí 2022. Tillagan var auglýst frá 21. júlí 2022 til og með 2. september 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Veitur ohf. dags. 2. september 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. september 2022 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. september 2022.
Svar

Leiðrétt bókun frá 19. september 2022. Rétt bókun er: Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags.16. september 2022.

112 Reykjavík
Landnúmer: 109036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020211