Stöðuleyfi - gámur
Sogavegur 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 770
24. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulags- og samgönguráðs var erindi frá íbúaráði Kjalarness þann 12. desember 2019 vegna erindis um mengun tengda skotsvæði Álfsness vísað til umsagnar skrifstofu skipulagsfulltrúa. Í bókuninni segir: Í ljósi þess að íbúar og landeigendur hafa kvartað á annan áratug vegna skotæfingasvæðanna við Kollafjörð ályktar íbúaráð Kjalarness þess efnis að farið verði í það hið bráðasta að leysa úr þessum ágreiningi. Æfingasvæðunum verði fundinn nýr staður þar sem sátt ríki um þessa starfsemi. Jafnframt verði gerð fagleg úttekt á blý- og hávaðamengun vegna starfseminnar. Einnig er lög fram beiðni Guðmundar Lárussonar dags. ódags. og skýrsla um mengun frá skotsvæðum á Álfsnesi dags. ódags. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. febrúar 2020 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. apríl 2020.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. apríl 2020 samþykkt.

112 Reykjavík
Landnúmer: 109036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020211