Endurbætur og nýbygging
Vesturgata 30 01.13.121.5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 1054
4. febrúar, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til endurbóta, nýbygginga og niðurrifs í þremur áföngum; Í 1. áfanga eru gerðar endurbætur, niðurrif á stigahúsi og breytingar á núverandi íbúðarhúsi í samráði við Minjastofnun og mhl.05 byggður sem er sameiginlegt tæknirými í kjallara, í 2. áfanga eru byggð tvö hús, mhl.02 einnar hæðar timburbygging og mhl.03 sem einnig er einnar hæðar timburbygging, Í 3. áfanga er mhl.04 sem er nýtt tveggja hæða steinsteypt íbúðarhús með kjallara og risi. Alls eru 4 íbúðir og atvinnurými í kjallara mhl.01, 1 íbúð í mhl.02, mhl.03 hefur 1 íbúð og í mhl.04 eru 2 íbúðir og atvinnurými í kjallara, á lóð nr. 30 við Vesturgötu.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar dags. 3. desember 2019, ódags. töflur um orkuramma fyrir mhl.01, mhl.02, mhl.03 og mhl.04, hæðablað dags. febrúar 2003 og afrit af teikningum samþykktum 25. október 2011 með yfirliti yfir breytingar.
Stækku: xx,x ferm., xx,x rúmm.
Gjald kr. 11.200
Svar

Frestað.
Vísað til athugasemda.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100183 → skrá.is
Hnitnúmer: 10013676