Ný forstofa
Stýrimannastígur 9 01.13.530.8
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Málsaðilar
Ragna Árnadóttir
Magnús Jón Björnsson
Byggingarfulltrúi nr. 1060
17. mars, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til þess að byggja nýja forstofu á undirstöðum núverandi trappna við aðalinngang auk þess að gera þar nýjar tröppur, breyta kjallaratröppum og setja þakglugga yfir stiga á 2. hæð húss nr. 9 við Stýrimannastíg.
Stækkun: 6,4 ferm., 26.3 rúmm.
Erindi fylgir hæðablað dags. maí 2008, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. nóvember 2019 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 7. nóvember 2019, bréf frá hönnuði dags. 10. mars 2020.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. febrúar 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa frá 6. janúar 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 24. febrúar 2020.
Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Stýrimannastíg 5 og 7, Ránargötu 21 og 23 og Bárugötu 22 frá 20. janúar 2020 til og með 17. febrúar 2020. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagður fram tölvupóstur Jóhönnu Kristjánsdóttur dags. 26. janúar 2020 þar sem ekki er gerð athugasemd við breytingarnar.
Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100476 → skrá.is
Hnitnúmer: 10021914