Gufunesvegur 4, Smáhýsi - 4a, 4b, 4c, 4d
Gufunesvegur 4 (02.216.004)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 1048
10. desember, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi fyrir fjórum 30 ferm. smáhýsum úr krosslímdum timbureiningum (KLT), sem koma tilbúin og verða sett á bita sem felldir eru ofan í úrtak á reitum 4a, 4b, 4c og 4d á lóð nr. 4 við Gufunesveg.
Erindi fylgir mæliblað nr. 2.216.0 síðast breytt 20. janúar 1981.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. nóvember 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. nóvember 2019. Einnig bréf skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2019. Samþykkt var að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og lóðarhafa með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Stærðir:
4a: 33,1 ferm., 101,6 rúmm.
4b: 30,1 ferm., 94,5 rúmm.
4c: 30,1 ferm., 94,5 rúmm.
4d: 30,1 ferm., 94,5 rúmm.
Samtals: 123,4 ferm., 385,1 rúmm.
Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

112 Reykjavík
Landnúmer: 108954 → skrá.is
Hnitnúmer: 10011053