Byggja lager- og frystigeymslu norðan við núverandi byggingu
Fossaleynir 19-23 02.46.810.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 1041
22. október, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja lager- og frystigeymslu, mhl. 03, norðan við núverandi byggingar (mhl. 01 og mhl. 02) á lóð nr. 19-23 við Fossaleyni.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 23. júlí 2019 og afrit af fyrirspurn og svari til skipulags dags. 11. júní 2019, deiliskipulagsuppdráttur samþykktur dags. 10. janúar 2014, mæliblað nr. 2.468.1 dags. 20. júní 2012 og hæðablað dags. september 2006.
Einnig bréf hönnuðar dags. 16. ágúst 2019.
Stærð mhl. 03:
1. hæð: 3.545,9 ferm., 34.063,7 rúmm.
2. hæð: 418,4 ferm., 1.380,6 rúmm.
Samtals mhl. 03, án B-rýma: 3.964,3 ferm., 35.973,7 rúmm.
B-rými: 37,6 ferm., 135,4 rúmm.
Gjald kr. 11.200 + 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.