Opna á milli hótelsins - Ármúla 7 og 9 og koma fyrir flótasvalir á 5 hæð
Ármúli 9 01.26.300.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 1063
7. apríl, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að færa inngang og móttöku heilsumiðstöðvar úr Á9 yfir í tengigang Á7, opna á milli 1., 2., 3., og 4. hæðar Á9 inn á nýja tengibyggingu Á7, mhl. 01, á lóð nr. 7 og á 5. hæð að opna út á nýjar svalir sem nota á sem flóttasvalir og fara út yfir lóð nr. 7, einnig er sótt um leyfi fyrir 55 ný gistirými í flokki IV, tegund a hótel, samtals eru þá 135 gistirými í Á9, samanlagður fjöldi gistirýma í Á7 og Á9 verður 190, samanlagður gestafjöldi Á7 og Á9 getur orðið allt að 232 gestir, heildar starfsmannafjöldi er áætlaður 39 eftir breytingar á lóð nr. 9 við Ármúla.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. febrúar 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. febrúar 2019, brunahönnun Mannvits, útg. 4.02, dags. 2. janúar 2019, greinagerð hönnuða um algilda hönnun dags. 10. september 2019 og vottun á tröppulyftu. Einnig fylgir yfirlit breytinga móttekið 25. febrúar 2020.
Gjald kr. 11.000 + 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Þinglýsa skal kvöð um tímabundna opnun á milli lóðamarka Ármúla 7 og Ármúla 9 og um svalir á Ármúla 9 sem fara yfir lóðamörk Ármúla 7.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.