Breyting á innra fyrirkomulagi þakhæðar sem var hækkuð var 2015 án útgáfu byggingaleyfis.
Mávahlíð 20 01.70.221.0
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Málsaðilar
Stefán Logi Sigurþórsson
Margrét Vala Gylfadóttir
Byggingarfulltrúi nr. 1010
26. febrúar, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á þakhæð, kvistum og þaksvölum, einnig er sótt um að breyta ósamþykktri íbúð í risi í samþykkta íbúð í húsi á lóð nr. 20 við Mávahlíð.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda ódagsett, greinagerð frá umsækjendum dags. 11. desember 2018 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2019 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2019.
Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Drápuhlíð 17, 19 og 21 og Mávahlíð 14, 15, 16, 17, 18, 19, 21, 22 og 24 frá 17. janúar 2019 til og með 14. febrúar 2019.
Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 7,7 ferm. 38,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Svar

Samþykkt.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.