Áður gerðar breytingar og svalir
Snorrabraut 83 01.24.750.5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 989
18. september, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi fyrir gistiheimili í flokki II, tegund d) gistiskáli fyrir 24 gesti ásamt áður gerðum breytingum og breytingu úr brunaflokki 3 í 4, einnig er sótt um nýjar svalir á suðurhlið 1. hæðar við hús nr. 83 við Snorrabraut.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa við erindi BN051959 frá 8. des. 2016. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2018. Samþykki meðeiganda dags. 24.07.2018. Bréf hönnuðar dags. 20.8.2018, 24.8.2018 og 27.8.2018, endurnýjað samþykki meðeiganda frá 27.8.2018.
Gjald kr. 11.000
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103386 → skrá.is
Hnitnúmer: 10018580