Leyfi til að hætta við séríbúð. Ris verður hluti af 0201
Skólavörðustígur 25 01.18.224.2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 992
9. október, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um breytingu á erindi BN051427 sem felst í því að hætt er við að framlengja aðalstiga upp á rishæð og nú óskað eftir að innrétta skrifstofur í stað íbúða í rýmum 0101, 0201 og 0301 í húsi á lóð nr. 25 við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.
Gjald kr. 11.000
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Landnúmer: 101894 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017688