Brunavarnir
Tunguháls 15 04.32.710.2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 1050
7. janúar, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að breyta brunahönnun með uppsetningu sprinklerkerfis og bæta flóttaleið frá skrifstofum á áður gerðum milliloftum í húsi á lóð nr. 15 við Tunguháls.
Bréf frá hönnuði dags. 12. desember 2017 og 1. febrúar 2018 og umsögn brunahönnuðar dags. 9. júní 2016 fylgir. Húsaskoðun dags. 2. apríl 2019.
Stækkun mhl. 01: 363,9 ferm.
Stækkun mhl. 02: 80,4 ferm.
Samtals: 444,3 ferm.
Gjald: kr. 11.000 + 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

110 Reykjavík
Landnúmer: 111055 → skrá.is
Hnitnúmer: 10024435