Bílskúr - stigi niður í garð o.fl.
Drápuhlíð 38 01.71.300.7
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Málsaðilar
Freyr Halldórsson
Byggingarfulltrúi nr. 928
13. júní, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr á vesturhlið húss, saga niður úr glugga á vesturhlið íbúðar 0101, koma fyrir hurð og stálbrú út á bílskúr og tröppur frá bílskúrsþaki niður á lóð fjölbýlishúss nr. 38 við Drápuhlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. maí 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2017.
Erindið var grenndarkynnt frá 14. febrúar til og með 14. mars 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Drápuhlíð 35, 36, 37, 39 og 40 og Blönduhlíð 25, 26 og 29.
Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ásgerður Fríða Vigfúsdóttir og Fjölnir Ernis Sigvaldason, dags. 10. mars 2017 og Brynhildur Sch. Thorsteinsson, dags. 11. mars 2017.
Samþykki meðlóðarhafa fylgir erindinu.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa SN160442 dags. 10. júní 2016.
Stærð bílskúr: 28,0 ferm., 88,2 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.