Viðbygging á 1.hæð og kjallara o.fl.
Skólavörðustígur 18 01.18.100.6
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 7 árum síðan.
Málsaðilar
Hilmar Þór Kristinsson
Byggingarfulltrúi nr. 901
22. nóvember, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á bakhlið kjallara og 1. hæðar og innrétta verslunar- og þjónusturými, gera nýjan stiga milli kjallara og 1. hæðar, færa útidyrahurð upp í gangstéttarhæð og færa útlit glugga og hurðar á þessum elsta húshluta til eldra horfs í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 18 við Skólavörðustíg.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. október 2016, samþykki meðeigenda, þinglýst afsöl dags. 13. október 1995 og 20. nóvember 1996 og bréf arkitekts dags. 8. nóvember 2016.
Stækkun: 38,2 ferm., 140,3 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Landnúmer: 101730 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017677