Verslunarrými 1. hæð - breytingar 0103
Borgartún 26 01.23.000.2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 871
19. apríl, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að skipta rými 0103 í tvö rými 0103 og 0104 og koma fyrir fiskverslun með veitingarekstur í flokki II með nýjum inngangi á norðurhlið í rými 0104 í húsinu á lóð nr. 26 við Borgartún.
Bréf frá hönnuði dags. 7. apríl 2016 og tæknilegar upplýsingar um Ozon loftun, tölvupóstur frá fasteignaumsjón Eik dags. 11. apríl 2016 og umboð frá eiganda LF ehf. dags. 11. apríl 2016 fylgja erindi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. apríl 2016.
Gjald kr. 10.100
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Þinglýsa skal yfirlýsingu að óheimilt sé að byrgja glugga, t.d. með skyggðu gleri, filmum í gluggum eða gluggatjöldum, fyrir útgáfu byggingarleyfis.

105 Reykjavík
Landnúmer: 102910 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007631