Ofanábygging - geymsluskúr
Mjölnisholt 4 01.24.101.2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 868
22. mars, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja hæð og ris með kvisti á vestur og austur hlið, koma fyrir svölum á öllum hæðum og fjölga íbúðum úr tveimur í þrjár í húsinu á lóð nr. 4 við Mjölnisholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2016.
Samþykki meðlóðarhafa fylgir ódags. Samþykki aðliggjandi lóðar nr. 6 dags. 7. mars 2016 fyglir. Varmatapsútreikningar dags. 8. jan. 2016 fylgir.
Borga þarf af einu bílastæðum.
Stækkun húss: mhl. 01 er 134,7 ferm., 270,8 rúmm.
Mhl. 02: 15,1 ferm., 59,5 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103007 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022515