Vinnustofa
Blómvallagata 2 01.16.020.8
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Málsaðilar
Þröstur Þór Höskuldsson
Byggingarfulltrúi nr. 828
26. maí, 2015
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta vinnustofu með millilofti upp að útvegg Sólvallagötu 12 á norðurhlið á lóð nr. 2 við Blómvallagötu.
Erindi var grenndarkynnt frá 20. febrúar til og með 20. mars 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigríður Magnúsdóttir dags. 20. mars 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2015 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.
Jákvæð fyrirspurn BN047927 dags. 15. júlí 2014 fylgir. Meðfylgjandi er samþykki eiganda Sólvallagötu 12 dags. 20.5. 2015.
Stærð mhl. 02 er: 40,6 ferm., 127,5 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101156 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008298