Spennistöð í gróðurhúsi
Lambhagavegur 23 02.68.410.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 9 árum síðan.
Málsaðilar
Hafberg Þórisson
Byggingarfulltrúi nr. 789
12. ágúst, 2014
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047811 sem er breyting við BN047660 þannig að byggð er spennistöð rými 0102 inn í mhl. 02 í rými 0101 og ætlunin er að nota toppinn á 0102 sem millipall í gróðurhúsinu á lóð nr. 23 við Lambhagaveg.
Stækkun millilofts og vegna framkvæmdar við sökkul á spennistöðinni : 17,4 ferm., og 16,7 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Skilyrt er að umsögn matvælastofnunar og greinagerðu um starfsemi í vinnusal liggi fyrir, fyrir útgáfu endanlegs byggingarleyfis.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Landnúmer: 189563 → skrá.is
Hnitnúmer: 10003669