4.- 5. hæð - Gistiheimili
Hringbraut 121 01.52.020.2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 9 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 806
9. desember, 2014
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofurými á 4. og 5. hæð í gististað í flokki II, tegund gistiskáli, að hámarki fyrir 201 gistirými í 51 herbergjum, komið verður fyrir stiga- lyftu á milli 4. og 5.hæðar og að staðsetja tvo flóttastiga úr stáli við suðurhlið hússins á lóð nr. 121 við Hringbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. ágúst 2014 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. ágúst 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2014.
Samþykki meðeigenda dags. 17. júlí 2014, kaupsamningur og afsal dags. 14. júní 2014, bréf frá hönnuði dags. 27. október 2014 og annað dags. 12. nóvember 2014 fylgja erindinu.
Gjald kr. 9.500 + 9.500 + 9.500
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

101 Reykjavík
Landnúmer: 105922 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020690