Breytingar úti og inni
Lækjargata 5 01.18.000.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 9 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 784
1. júlí, 2014
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að gera á ný útidyr að Bókhlöðustíg, breyta gangstétt fyrir utan, færa aðstöðu bókasafns, lestrarsalar, bókavarðar og bæta salernisaðstöðu fyrir fatlaða, bæta við hringstiga og fjölga flóttaleiðum þar með í tvær, lagfæra klæðningar og glerja að nýju steypujárnsglugga með opnanlegum fögum og endurnýja þak með skífum á Íþöku, Bókhlöðu Menntaskólans í Reykjavík á lóð nr. 5 við Lækjargötu.
Meðfylgjandi er umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 10. maí 2014, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. maí 2014 og bréf skrifstofu samgangna dags. 10.6. 2014.
Gjald kr. 9.500 + 9.500
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til skilyrðis í umsögn samgöngustjóra dags. 10. júní 2014.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Landnúmer: 101665 → skrá.is
Hnitnúmer: 10126356