Breytt starfsemi
Fossháls 1 04.30.260.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 10 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 766
11. febrúar, 2014
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að innrétta rými sem áður var bifreiðaverkstæði sem vinnslu- og pökkunarrými fyrir grænmeti, sem er stækkun á aðliggjandi rými með sama hlutverk en þar er starfsmannarými og ræsting, milliloft verður byggt og framhlið hússins klædd og hurðum verður breytt á iðnaðarhúsinu á lóð nr. 1 við Tunguháls.
Meðfylgjandi er umboð eiganda til handa aðalhönnuði dags. 13.1. 2014 og samþykki flestra eigenda.
Stækkun milliloft 105,2 ferm.
Gjald kr. 9.500
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

110 Reykjavík
Landnúmer: 111017 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010609