Hótel og veitingastofa
Laugavegur 100 01.17.431.0
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 10 árum síðan.
Málsaðilar
Davíð Tong Li
Byggingarfulltrúi nr. 766
11. febrúar, 2014
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til þess að byggja lyftuturn og flóttastiga á bakhlið, lækka gólf í eldhúshluta kjallara, breyta innra fyrirkomulagi á öllum hæðum og starfrækja hótel ásamt veitingastofu sem opin er hótelgestum og almenningi í húsinu á lóðinni nr. 100 við Laugaveg.
Um er að ræða gististað / hótel í flokki III.
Umsögn skipulagsfulltrúa vegna fyrirspurnar sem fékk jákvæða afgreiðslu þann 26. nóvember 2013 fylgir erindinu. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 23 janúar 2014 fylgir erindinu. Samþykki eigenda dags. 24. janúar 2014 fylgir erindinu.
Stækkun: 29,4 ferm. og 98,9 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101645 → skrá.is
Hnitnúmer: 10018233