Breyting inni
Ingólfsstræti 2A 01.17.000.5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 9 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 779
20. maí, 2014
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að breyta innanhúss á öllum hæðum, koma fyrir lyftu frá kjallara upp á 2. hæð, breyta 3. hæð til veisluhalda, breyta áhorfendarými og sviði á 1. og 2. hæð þannig að upphækkanir séu færanlegar og gólf geti verið slétt, breyta fyrirkomulagi í kjallara og innrétta fyrir veitingastað í flokki III, tegund A í Gamla Bíói á lóðinni nr. 2A við Ingólfsstræti.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. febrúar 2014 fylgir erindinu, einnig brunavarnaskýrsla frá Eflu dags. des. 2013, bréf arkitekts dags. 18.2. 2014, umsögn skipulagsstjóra fylgir fyrirspurn BN047080 dags. 3.2. 2014 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 14.3. 2014 sem og bréf arkitekts dags. 17.3. 2014 og annað dags. 13.5. 2014.
Gjald kr. 9.000 + 9.500
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101323 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023225