Sjálfsafgreiðslustöð - Skeljungur
Bústaðavegur 3 01.70.570.3
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 10 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 753
29. október, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að endurnýja og breyta lítillega áður samþykktu erindi, sjá BN042261, þar sem veitt var leyfi til að byggja sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti með auglýsingaskilti utan lóðar, ásamt dælueyju og tönkum undir eyjunni á lóð nr. 3 við Bústaðaveg.
Bréf hönnuðar dags. 7. og 25. október 2013 fylgir erindinu.
Erindi fylgir samþykki gatna- og eignaumsýslu Reykjavíkurborgar dags. 9. október 2010 .
Þinglýst samþykki lóðarhafa Skógahlíðar 14 dags. 29. mars , Skógahlíðar 16 dags. 4. apríl og Skógarhlíðar 18 dags. 18. apríl 2011 vegna stígs við lóðarmörk á lóðinni Bústaðavegur 3 fylgir erindinu.
Stærð: Sjálfsafgreiðslustöð 54.2 ferm. og 121,4 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.