Hljómalindarreitur, hótel - 1.áfangi
Smiðjustígur 4 01.17.111.4
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 10 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 760
17. desember, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja 1. áfanga hótels á Hljómalindarreit, mhl. 01 sem er fimm hæða steinsteypt hús með 55 herbergjum og móttöku og mhl. 02 sem er einnar hæðar bílgeymslukjallari fyrir 25 bíla á lóð nr. 4 við Smiðjustíg.
Meðfylgjandi er minnisblað vegna eldvarna frá Eflu dags. 6. september 2013, greinargerð um hljóðvist dags. í október 2013 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. október 2013.
Stærð mhl. 01: 1. hæð 326,5 ferm., 2. hæð 440,2 ferm., 3. og 4. hæð 492,8 ferm. og 5. hæð 349,5 ferm.
Samtals: 2.106,7 ferm., 7.456,2 rúmm.
B-rými 162 ferm.
Mhl. 02: 678,4 ferm., 2.482,9 rúmm.
Gjald 9.000
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að gengið verði frá samþykkt um lóðabreytingar á reitnum fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.