Viðbygging, breyting inni, breyting úti
Ármúli 1 01.26.140.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 10 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 746
10. september, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að færa út um 1 metra inndregna neðri hæð austan við stigahús, breyta innra skipulagi hæða, koma fyrir þaksvölum á 3. hæð og á 5 hæð og koma fyrir mötuneyti í kjallara sem mun þjónusta skrifstofuhæðir hússins á lóð nr. 1 við Ármúla.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. apríl 2013 og bréf frá hönnuði dags. 28. maí 2013 fylgja erindi ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júní 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2013.
Stækkun: 59,3 ferm., 180,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um samruna eigna eigi síðar en við fokheldi.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

108 Reykjavík
Landnúmer: 103510 → skrá.is
Hnitnúmer: 10006711