Breyting úti og inni
Grandagarður 2 01.11.530.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 11 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 729
7. maí, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til breytinga innanhús á 1. hæð og innrétta þar fyrir Sögusafnið með veitingasal fyrir 45 gesti í flokki II, kaffihús, sölu minjagripa og með aðstöðu til myndsýninga fyrir 10-20 manns, endurnýja þakjárn, lagfæra veggi með endurgerð glugga og hurða, rífa byggingu í sundi milli matshluta í áföngum og gera nýjan inntaksklefa í Alliance húsinu á lóð nr. 2 við Grandagarð.
Meðfylgjandi er umsög Minjasafns Reykjavíkur dags. 21.3. 2013, einnig umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5.4. 2013 og bréf arkitekts dags. 16.4. 2013 og minnisblað vegna eldvarna dags. 16.4. 2013.
Gjald kr. 9.000
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100058 → skrá.is
Hnitnúmer: 10011419