Stækkun anddyris - áhaldageymsla
Hátún 14 01.23.400.2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 11 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 723
19. mars, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að reisa áhaldageymslu og 60 m bogfimivöll með 400 cm. hárri öryggisgirðingu við enda vallar og 170 cm. á hliðum og neti upp í 4 metra hæð og skothlífum yfir að ofan og jafnframt er fallið frá fyrirhugaðri byggingu á annari hæð yfir anddyri við íþróttahús Íþróttafélags Fatlaðra á lóð nr. 14 við Hátún.
Samhljóðandi erindi, BN039096,var samþykkt 29. september 2009. Meðfylgjandi því erindi er bréf frá arkitekt dags. 4. nóvember 2008 með vísan í erlendar reglur. Einnig minnisblað um öryggismál dags. 6.2. 2013 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2013.
Stærðir, stækkun: 21,7 ferm., 60,7 rúmm.
Stærðir samtals fyrir breytingar: 2.052,8 ferm., 10.967,3 rúmm.,
Samtals minnkun: 384,1 ferm., 1.533,2 rúmm.
Samtals stærð eftir breytingar: 1.668,7 ferm., 9.434,1 rúmm.
Gjöld kr. 9.000 + 9.000 + 5.463
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að eignaskiptasamningur (lóðarskiptasamningur) sé samþykktur fyrir útgáfu byggingarleyfis, honum verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

105 Reykjavík
Landnúmer: 102923 → skrá.is
Hnitnúmer: 10129439