1.hæð og kjallari - Móttaka og veitingastaður
Laugavegur 105 01.24.000.5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 11 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 727
23. apríl, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að innrétta móttöku (fyrir gistiheimili á efri hæðum) og veitingastað í flokki II á 1. hæð, gera stiga milli kjallara og 1. hæðar, skyggni yfir inngang og til að breyta innra skipulagi í kjallara verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 105 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. mars 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 4. apríl 2013, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. mars 2013 og umsögn Minjastofnunar dags. 27. mars 2013.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrætti.
Gjald kr. 9.000
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.