rífa tengigang
Skólavörðustígur 13 01.18.201.2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 11 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 691
10. júlí, 2012
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að rífa tengigang á annarri hæð milli Skólavörðustígs 11 og Skólavörðustígs 13. Gangurinn var byggður árið 1994.
Niðurrifið er á vegum eiganda byggingar á lóð nr. 11 en lóðarhafar Skólavörðustígs 11 og Skólavörðustígs 13 sækja báðir um leyfi til niðurrifsins (sbr. erindi BN044625-Skólavörðustígur 11).
Varðandi frágang hússins eftir niðurrifið sjá erindi BN044565 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja svalir á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 13 við Skólavörðustíg.
Þinglýstur kaupsamningur innfærður í febrúar 2002 (dagsetning er ólæsileg) fylgir erindinu.
Stærð: Niðurrif, tengigangur, 2. hæð 12,1 ferm., 37 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Þinglýsa skal samþykki eigenda Skólavörðustígs 11 vegna svala, fyrir útgáfu byggingarleyfis.

Landnúmer: 209056 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017670