Samkomulag um makaskipti á löndum
Keldur/Grafarholt o.fl.
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 12 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 667
10. janúar, 2012
Samþykkt
Fyrirspurn
Óskað eftir því við byggingarfulltrúann í Reykjavík að meðfylgjandi tillaga sem byggist á "samkomulagi um makaskipti á löndum milli rikisjóðs og borgarsjóðs, dags. 26.1.1983", verði samþykkt, samanber meðfylgjandi uppdrátt Landupplýsingdeildar dags. 2. 1. 2012. Tillagan á við um: Vesturlandsv. Keldnal. 110481, Vesturlandsv. 110500, Vesturlandsv. PAP, Keldnaholt og óútvísað borgarland.
A. Keldnaland, landnr. 110481, nefnt Vesturlandsv. Keldnal. 110481 í Fasteignaskrá, Talið í fasteignaskrá 155.5ha, talið 141.5 ha í "samkomulagi um makaskipti á löndum milli rikisjóðs og borgarsjóðs, dags. 26.1.1983", bætt 1.56 ha við landið úr landi nefndu "Vesturlandsv. PAP" í Fasteignaskrá, landnr 110484, bætt 12.4 ha við landið úr landi nefndu "Hluti úr Grafarholti", teknir 109.3 ha af landinu og gerðir að borgarlandi, teknir 5,0 ha af landinu, bætt 44.04 ha við landi úr óútvísuðu borgarlandi, landið verður 85.2 ha og skiptist þannig: í A2 sem verður 52.7 ha., í A3 sem verður 13.7 ha í B1 sem verður 6.8 ha, í B2 sem verður 12. ha, eða samtals 85.2 ha.
B. Hluti úr Grafarholti, nefnt Vesturlandsv. 110500 í Fasteignaskrá. Landið er talið í fasteignaskrá 16.1 ha, landið er 15.4 ha samkvæmt afsali og er þar 500m² "Grafreitur" innifalinn, teknir 12.4 ha af landinu norðvestan Vesturlandsvegar og sameinað landi Keldna, landið verður 3.0 ha, þar af 2.0 ha í 60 metra breitt vegstæði Vesturlandsvegar.
C. Landspilda norðan og sunnan Grafarlækjar, nefnd Vesturlandsv. PAP í Faasteignaskrá, landnr 110484. Landið reynist 1.56 ha, teknir 1.56 ha af lóðinni og verða sameinaðir landi Keldna, landið verður 0,0 ha og hverfur og verður afmáð úr skrám.
D. Keldnaholt, landnr. 109210, nefnt Keldnaholt í Fasteignaskrá, staðgr. 2.9--.998. Landið er 50.0 ha samkvæmt Fasteignaskrá, af landinu eru teknir 31.3 ha og gerðir að sér svæði nefnt A1, sbr. "samkomulag frá 26. 1. 1983", afgangurinn fellur undir óútvisað borgarland, landið verður 0.0 ha og hverfur og verður afmáð úr skrám.
E. Svæði A1 samkvæmt "samkomulagi frá 26. 1. 1983". Landið verður til úr hluta af Keldnaholti, landnr 109210, svæðið er samkvæmt "samkomulagi frá 26. 1. 1983", 31.3 ha með fyrirvara.
Athugasemd við svæði A2 : Innan þessa svæðis er nú leikskólalóðin Völundarhús 1, landnr 180642. Sjá "Leigusamning um land undir leikskóla" milli Rannsóknaráðs Íslands og Dagvistun barna, dags. 8. júlí 1998.
Athugasemd við svæði A3 : Vegagerðin á þegar svæðið hér vestan við, sbr afsal Litra Þ21 nr. 442, dags. 30. nóv. 1954. Það svæði er inni í svæði A3 í upphaflegu samkomulagi frá 26. jan. 1983, en er ekki inni í svæði "A3" hér.
NB: Áður en svæðin A2, A3, B1 og B2 verða til samkvæmt tillögu þessari, þarf að vera búið að afmá undirliggjandi lóðir hér, sbr samþykkt byggingarfulltrúa dags. 13. des. 2011
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.