hjólageymsla og sólskáli
Bræðraborgarstígur 23A 01.13.700.2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 12 árum síðan.
Málsaðilar
Geir Svansson
Byggingarfulltrúi nr. 660
15. nóvember, 2011
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja hjólageymslu og sólskála úr timbri og gleri með bárujárnsþaki á steyptum undirstöðum með hellulögðu gólfi við hús á lóð nr. 23A við Bræðraborgarstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. ágúst 2011 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 11. nóvember 2011. Erindið var grenndarkynnt frá 6. október til 3. nóvember 2011, engar athugasemdir bárust.
Stærðir: 18 ferm., 43 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 8.000 + 3.440
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Landnúmer: 100634 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007984