mæliblað
Mímisvegur, Freyjugata, Barónsstígur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 12 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 636
24. maí, 2011
Samþykkt
Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans í fyrsta lagi að breyta mörkum tveggja lóða, þ.e. lóðanna Mímisvegur 2-2A og Freyjugötu 42 og í öðru lagi er óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu landupplýsingadeildar á áður nefndum tveim lóðum auk lóðanna Barónsstígs 78, 78A og 80, Freyjugötu 44 og 46 og Mímisvegar 4, 6 og 8, eins og sýnt er á meðsendum uppdráttum landupplýsingadeildar, framkvæmda- og eignasviðs, dags. 16. maí 2011. Lóðin Mímisvegur 2-2A er talin 1266,0 m2, sbr. þinglýst skjal S-1940/2004, dags. 11. nóvember 2002, lóðin reynist 1304 m2, 4 m2 teknir af lóðinni og sett undir borgarland (landnr. 218177), lóðin verður 1300 m2. Lóðin Freyjugata 42 er talin 777,7 m2, lóðin reynist 778 m2, 4 m2 teknir af lóðinni og sett undir borgarland (landnr. 218177) lóðin verður 774 m2. borgarlandið (landnr. 218177) stækkar því um 8 m2, vegna þessara tveggja lóða. Lóðin Barónsstígur 78 er talin 716,4 m2, lóðin reynist 715 m2. Lóðin Barónsstígur 78A er talin 219,9 m2, lóðin reynist 220 m2. Lóðin Barónsstígur 80 er talin 844,1 m2, lóðin reynist 846 m2. Lóðin Freyjugata 44 er talin 831 m2, lóðin reynist 829 m2. Lóðin Freyjugata 46 er talin 780,0 m2, lóðin reynist 779 m2. Lóðin Mímisvegur 4 er talin 784,0 m2, lóðin reynist 791 m2. Lóðin Mímisvegur 6 er talin 861,0 m2, lóðin reynist 867 m2. Lóðin Mímisvegur 8 er talin 802,6 m2, lóðin reynist 804 m2. Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara. Samanber rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar. Samanber forsögn skipulagsfulltrúa vegna aðstæðna á staðnum. Allir lóðasamningar hér eru fallnir úr gildi nema á lóðinni Mímisvegur 2-2A.
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.