hótel og verslun
Laugavegur 74 01.17.420.7
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 13 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 628
22. mars, 2011
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja hótel úr forsteyptum einingum, fimmtán íbúðarherbergi m/eldunaraðstöðu, verslun á jarðhæð og geymslur í kjallara á lóð nr. 74 við Laugaveg.
Jafnframt er erindi BN037238 fellt úr gildi.
Stærð: Kjallari, geymslur 107,9 ferm., 1. hæð verslun 428,4 ferm., 2. hæð hótel 299,4 ferm., 3. hæð 255,8 ferm.
Samtals A-rými: 1.091,5 ferm., 3.698,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 8.000 + 295.888
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Með vísan til bókunar skipulagsstjóra á umsóknarblaði ber umsækjanda að vinna deiliteikningar vegna endurgerðar húss að Laugavegi í samráði við Húsverndarstofu Minjasafns Reykjavíkur.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.