endurnýja anddyri, kjallara og útitröppur
Bergstaðastræti 40 01.18.520.2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 12 árum síðan.
Málsaðilar
Sveinn Þórisson
Byggingarfulltrúi nr. 645
26. júlí, 2011
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að endurnýja anddyri við kjallarainngang og útitröppur á 1. hæð við norðurgafl og sameina matshluta 01 og 02 í einn og samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi með einni íbúð í viðbyggingu og þrem íbúðum í aðalhúsi, einni á hverri hæð, í íbúðarhúsi á lóð nr. 40 við Bergstaðastræti.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda, bréf arkitekts dags. 20.12. 2010, áætlun um endurbætur, eignaskiptasamningur dags. 5. jan. 1993, kaupsamningur og afsal dags. 5. jan. 1993, yfirlýsing um skipti á dánarbúi dags. 21. okt. 1974, virðingarmöt dags. 21.5. 1930, 1.4. 1951 og 30.4. 1980, íbúðarskoðun fyrir kjallaraíbúð dags. 9.9. 2000, bréf arkitekts dags. 18. júlí 2011
Gjald kr. 7.700 + 8.000
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 vegna framkvæmda við anddyri.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102156 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007055