niðurrif og nýbygging
Skólavörðustígur 40 01.18.140.4
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 13 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 599
17. ágúst, 2010
Frestað
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að rífa tvö eldri hús og byggja í þeirra stað steinsteypt íbúðar- og verslunarhús, fjórar hæðir og kjallara, fimm íbúðir, tvær verslanir og veitingastað á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. ágúst 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. ágúst 2010.
Einnig fylgir umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 5. ágúst og Húsafriðunarnefndar dags. 29. júlí 2010.
Stærð niðurrifs: Mhl. 01 fastanr. 200-6095, merkt 0101 íbúð: 87,2 ferm. Mhl. 02 fastanr. 200-6096 merkt 0101 geymsla 10,1 ferm. Mhl. 03 fastanr. 200-697 merkt 0101 bílskúr 21,6 ferm.
Niðurrif samtals: 118,7 ferm.
Stærð nýbyggingar: Kjallari 193,9 ferm., 1. hæð 188,1 ferm., 2. hæð 183 ferm., 3. hæð 181,1 ferm., 4. hæð 116,1 ferm.
A-rými samtals: 862,2 ferm., 2.618,8 rúmm.
B-rými á 1. hæð: 19,3 ferm.
Gjald kr. 7.700 +201.648
Svar

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Landnúmer: 101794 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017703